Víkingur úr Reykjavík hóf leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Omonoia Nikósía í 1. umferð keppninnar í Nikósíu á Kýpur. Leikurinn var leikur tveggja hálfleikja en Omonoia Nikósía fagnaði sigri, 4:0,…
Lykilmaður Tarik Ibrahimagic í baráttunni í Nikósíu á Kýpur í gærkvöldi en hann fór meiddur af velli á 39. mínútu og við það riðlaðist leikur Víkinga.
Lykilmaður Tarik Ibrahimagic í baráttunni í Nikósíu á Kýpur í gærkvöldi en hann fór meiddur af velli á 39. mínútu og við það riðlaðist leikur Víkinga. — Ljósmynd/@vikingurfc

Sambandsdeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík hóf leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Omonoia Nikósía í 1. umferð keppninnar í Nikósíu á Kýpur.

Leikurinn var leikur tveggja hálfleikja en Omonoia Nikósía fagnaði sigri, 4:0, þar sem kýpverska liðið skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins.

Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fyrsta færi leiksins á 23. mínútu þegar Karl Friðleifur Gunnarsson átti laglega sendingu fyrir markið, beint á kollinn á Danijel Dejan Djuric. Danijel átti fastan skalla sem Fabiano í marki Omonoia varði frábærlega.

Nokkrum mínútum síðar slapp Valdimar

...