60 ára Snorri Már ólst upp á Ísafirði en býr í Reykjavík. Hann hlaut í fyrra, fyrstur manna, Íslensku lýðheilsuverðlaunin í flokki einstaklinga. Hann hefur verið óþreytandi við að benda á gagnsemi þess að stunda hvers konar hreyfingu, ekki bara sem…

60 ára Snorri Már ólst upp á Ísafirði en býr í Reykjavík. Hann hlaut í fyrra, fyrstur manna, Íslensku lýðheilsuverðlaunin í flokki einstaklinga. Hann hefur verið óþreytandi við að benda á gagnsemi þess að stunda hvers konar hreyfingu, ekki bara sem forvörn gegn heilsuleysi heldur líka sem meðferð við sjúkdómum og til þess að halda niðri sjúkdóms­einkennum ólæknandi sjúkdóma. Hann greindist sjálfur með Parkinson-sjúkdóminn tæplega fertugur. „Ég átti 20 ára svoleiðis afmæli í síðasta mánuði.“

Snorri Már starfaði lengst af sem umbúðahönnuður og -ráðgjafi og vann hjá Kassagerðinni og Prentsmiðjunni Odda og rak einnig eigið fyrirtæki, en hætti að vinna fyrir fimm árum.

Hann hefur staðið fyrir Skemmtiferðum frá 2012 og í ár voru Skemmtiferðirnar samvinnuverkefni sem allir gátu tekið þátt í og var takmarkið að safna kílómetrum í hreyfingu, hvort sem það er hjól, ganga, hlaup eða sund.

Sjálfur stundar Snorri Már líkamsrækt alla daga. „Ég fer

...