Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til breytingar á áfengislögum er komið í samráðsgátt. Þar er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu á grundvelli vefverslanaleyfis, en ekki er þó frelsið algjört…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til breytingar á áfengislögum er komið í samráðsgátt. Þar er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu á grundvelli vefverslanaleyfis, en ekki er þó frelsið algjört eins og Ólafur Stefánsson bendir á:

Vínmenningu vill hún laga

verslun flytja heim til þín

en seint að kveldi og sunnudaga

selur Guðrún ekki vín.

Kristján H. Theodórsson las viðtal við Arnar Sigurðsson á Vísi, þar sem Arnar kveðst sannfærður um að frumvarpið verði samþykkt komist það í atkvæðagreiðslu, enda séu örfáir á þingi mótfallnir netverslun með áfengi. „Þetta er eins og með bjórinn, það

...