Snorri Hallgrímsson sendir frá sér stuttskífuna Longer shadows, softer stones í dag, 4. október, og af því tilefni heldur hann útgáfutónleika í Mengi í kvöld kl. 20. Því næst heldur hann í tónleikaferðalag til Evrópu
Snorri Hallgrímsson
Snorri Hallgrímsson

Snorri Hallgrímsson sendir frá sér stuttskífuna Longer shadows, softer stones í dag, 4. október, og af því tilefni heldur hann útgáfutónleika í Mengi í kvöld kl. 20. Því næst heldur hann í tónleikaferðalag til Evrópu. Platan er fyrsta útgáfa hans undir merkjum Deutsche Grammophon, en Snorri skrifaði nýverið undir plötusamning við hið þekkta útgáfufyrirtæki. Platan inniheldur sex lög sem hvert á sinn hátt fjallar um hina eilífu baráttu milli vonar og uppgjafar, segir í tilkynningu.