Fyrirliði Aron Einar Gunnarsson á að baki 103 A-landsleiki og 5 mörk.
Fyrirliði Aron Einar Gunnarsson á að baki 103 A-landsleiki og 5 mörk. — Morgunblaðið/Eggert

Aron Einar Gunnarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í komandi landsleikjum gegn Wales og Tyrklandi. Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, útilokaði ekki á fjarfundi með fjölmiðlamönnum á miðvikudaginn að Aron yrði kallaður inn í hópinn. Vefmiðillinn 433.is greinir frá því að Aron Einar glími við smávægilega tognun aftan í læri og að Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi, gæti verið kallaður inn.