Ljóð eru eins og oft áður í forgrunni hjá bókaútgáfunni Dimmu, bæði ljóð íslenskra skálda og þýðingar. Ein bók leynist þó á útgáfulista haustsins sem hefur ekki að geyma ljóð. Það er verkið Glerþræðirnir eftir Magnús Sigurðsson en þar er atvikum og…
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Ljóð eru eins og oft áður í forgrunni hjá bókaútgáfunni Dimmu, bæði ljóð íslenskra skálda og þýðingar.

Ein bók leynist þó á útgáfulista haustsins sem hefur ekki að geyma ljóð. Það er verkið Glerþræðirnir eftir Magnús Sigurðsson en þar er atvikum og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn lífsskilyrðum nútímans. Hér er þó ekki tekið mið af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar, segir útgefandi.

Fyrst af ljóðabókunum er Kallfæri eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Þar er skáldið á gamalkunnum slóðum og yrkir af sinni alkunnu list um birtingarmyndir náttúrunnar, sem oft eru í fyrirrúmi, en hárfín ádeila á samtímann er sjaldan langt undan, eins og útgefandi orðar

...