Ólympíuleikar Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 23. sæti í Frakklandi.
Ólympíuleikar Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 23. sæti í Frakklandi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana 2028 sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta tilkynnti hann í Dagmálum en Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, tók þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum í París í sumar. Þar hafnaði hann í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og náði bestum árangri sem Íslendingur hefur náð í greininni á Ólympíuleikum. Hann fékk 116 stig af 125 mögulegum í París.