„Skýrslan nýja heldur opnum möguleikanum í flugvelli í Hvassahrauni sem enginn vill borga,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur.

„Sett er fram afar loftkennd hugmynd sem virðist ganga út á að skapa vinnu við áframhaldandi skoðun og fleiri skýrslur. Þetta gefur borgaryfirvöldum svigrúm til að færa víglínuna nær Reykjavíkurflugvelli og þrengja meira að honum. Bretar sem útbjuggu völlinn í Vatnsmýrinni í síðari heimsstyrjöld völdu honum góðan stað, meðal annars með tilliti til veðráttu. Þetta hefur ekkert breyst né heldur að fyrir höfuðborgarsvæðið allt skiptir miklu máli að hafa flugvöllinn fyrir meðal annars áætlunar-, sjúkra- og kennsluflug.“

„Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki fyrir innanlands-, sjúkra- og kennsluflug. Þá er hann nýttur sem varaflugvöllur

...