Sé vilji til þess að verja Reykjanesbraut er það mögulegt. Að bíða eftir að hraun flæði yfir Reykjanesbraut er líklega ekki skynsamleg leið.
Magnús Rannver Rafnsson
Magnús Rannver Rafnsson

Magnús Rannver Rafnsson

Í rannsóknarverkefni sem unnið hefur verið að frá árinu 2021 (með hléum) beinast sjónir að Suðurstrandarvegi, Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut og innviðavörnum gagnvart aðflæðandi hrauni. Í greiningum er unnið með að reikna út viðbragðstíma út frá mismunandi mögulegum staðsetningum eldgoss á Reykjanesi, með það að markmiði að greina af hvaða gerð innviðavarnir geta verið.

Ein niðurstaða verkefnisins er að hraun sem kemst norður fyrir vatnaskil svokölluð geti runnið hratt að Reykjanesbraut á allstóru svæði sunnan Voga á Vatnsleysuströnd. Ekki þarf að fjölyrða hér um mikilvægi Reykjanesbrautar fyrir þjóðarhag Íslendinga; almannaöryggi á Suðurnesjum og hundruð milljarða gjaldeyristekna frá ferðamönnum eru í húfi.

Með þessum línum er (aftur) vakin athygli á varnarlausnum

...