Donald Trump
Donald Trump

Nú er rúmur mánuður í kosningar vestra. En þessi fullyrðing, svo einföld sem hún hljómar, er þó ekki fullkomlega rétt. Margir kjósendur hafa nú þegar kosið þar mjög víða eftir að mönnum varð það bæði heimilt og auðveldað.

Þó er ekki laust við að slíkt valdi nokkrum ótta líka, enda öryggi við kosningar mun miklu minna en gerist og gengur hjá okkur og annars staðar í Evrópu.

Það virðist óskrifuð regla að demókratar hafi um alllanga hríð kosið snemma, og ekkert rangt við það, en repúblikanar gangast upp í að hafa sem mesta kjörsókn á kjördag til að skapa baráttuanda. En „smalar“ repúblikana berjast á móti þessari venju og hafa ríkuleg efni til þess. Því stundum verður minna úr að atkvæði skili sér hjá þeim sem hafa allt niður í einn dag til að kjósa. Og missa tækifærið.

...