Tvífættur svartbjörn náðist á myndband í Vestur-Virginíu og virðist lifa góðu lífi þrátt fyrir skort á framfótum. Talið er að björninn hafi fæðst án framfóta og því þurft að fóta sig sem tvífætlingur alla tíð.

Útivistarkappinn Kirk Price, sem náði myndbandi af birninum, segir að dýrið búi í brattasta hluta Appalasíufjalla og eigi ekki í neinum vandræðum með að ferðast um og afla sér matar. Björninn hefur vakið mikla athygli og furðu í netheimum og þykir hálfótrúlegur.

Myndband af birninum er að finna á K100.is.