Tíu ár eru síðan tryggingar gegn netárásum í núverandi formi fóru að þroskast og verða til að sögn Juho Heikkinen, sérfræðings hjá finnska útibúi vátryggingamiðlarans Howden, stærsta sjálfstæða vátryggingamiðlara í heimi
Tryggingar Juho Heikkinen segir að sala netöryggistrygginga verði sífellt auðveldari í takti við auknar netógnir í heiminum.
Tryggingar Juho Heikkinen segir að sala netöryggistrygginga verði sífellt auðveldari í takti við auknar netógnir í heiminum. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Tíu ár eru síðan tryggingar gegn netárásum í núverandi formi fóru að þroskast og verða til að sögn Juho Heikkinen, sérfræðings hjá finnska útibúi vátryggingamiðlarans Howden, stærsta sjálfstæða vátryggingamiðlara í heimi. 18.000 starfsmenn starfa hjá Howden í ríflega 100 löndum.

Heikkinen hélt erindi um málefnið á kynningarfundi Howden á Íslandi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica á dögunum.

Howden, sem opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 2020, er eini alþjóðlegi vátryggingamiðlarinn sem starfar hér á landi og býður upp á allar tegundir vátrygginga fyrir fyrirtæki keyptar milliliðalaust á erlendum mörkuðum.

Heikkinen segir í samtali við Morgunblaðið að

...