Tillaga um að lækka hámarkshraða á Suðurlandsbraut úr 60 km/klst. í 40 km/klst. var samþykkt á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Á fundi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 26
— Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Tillaga um að lækka hámarkshraða á Suðurlandsbraut úr 60 km/klst. í 40 km/klst. var samþykkt á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Á fundi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 26. september 2023 var lögð fram og samþykkt tillaga um að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að breyta tafarlaust hámarkshraða við Suðurlandsbraut, úr 60 km/klst. niður í 40 km/klst., í samræmi við hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur.

Í greinargerð með tillögunni segir að Suðurlandsbraut sé mikill ferðatálmi milli hverfisins og Laugardalsins þangað sem íbúar sæki fjölbreytta þjónustu, tómstundir og afþreyingu. „Nýleg umferðarslys/bílveltur í götunni draga fram með skýrum hætti það skerta öryggi sem óvarðir vegfarendur standa frammi fyrir

...