Eiríkur Rúnar Eiríksson fæddist 9. apríl 1974. Hann lést 17. september 2024.

Útför hans fór fram 4. október 2024.

Ég man ennþá þegar Helga systir mín sá Eirík í fyrsta skipti, heima hjá mér í kjallaranum á Háteigsvegi. Ég man líka að hún sagði mér að hann væri svakalega sætur, með svo falleg brún augu. Ég man ekki hverju ég svaraði, en líklegast hefur það verið eitthvað í líkingu við „auðvitað, það er auðvitað langflottast að hafa brún augu“.

Síðan eru liðin um það bil 25 ár og ég veit að skoðun Helgu á Eiríki breyttist ekkert. Við systurnar höfum í áravís gert góðlátlegt grín að þessu og kallað þetta Eiríksblindu. Ekki það, öll fjölskyldan hefur haft smá einkenni af Eiríksblindu, því það er ekki nokkur spurning að við höfum öll verið ákaflega sammála um að hún Helga var ákaflega vel

...