Framkvæmdum er nú lokið við nýja byggingu yfir rústirnar á Stöng í Þjórsárdal. Fyrir var á svæðinu yfirbygging, feyskin og úr sér gengin. Því var farið í endurbyggingu og reist nýtt lágstemmt hús með útsýnispöllum þannig að nú er ekki lengur heimilt að ganga á rústunum sjálfum
Sögustaður Húsið nýja að Stöng fellur afar vel inn í umhverfið í Þjórsárdalnum. Á þessu sviði má í rauninni stíga rúmlega 900 ár aftur í tímann.
Sögustaður Húsið nýja að Stöng fellur afar vel inn í umhverfið í Þjórsárdalnum. Á þessu sviði má í rauninni stíga rúmlega 900 ár aftur í tímann. — Ljósmynd/Dagný Arnarsdóttir

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Framkvæmdum er nú lokið við nýja byggingu yfir rústirnar á Stöng í Þjórsárdal. Fyrir var á svæðinu yfirbygging, feyskin og úr sér gengin. Því var farið í endurbyggingu og reist nýtt lágstemmt hús með útsýnispöllum þannig að nú er ekki lengur heimilt að ganga á rústunum sjálfum. Ný útfærsla gefur tækifæri til að skoða minjarnar frá hærra sjónarhorni, stórbýlið sem fór í eyði í Heklugosi árið 1104.

Byggingarefni

...