„Ég hef talað fyrir því að náttúran njóti vafans en eins og staðan er í dag er það ekki gert nægilega vel.“
— Ljósmynd/Matvælaráðuneytið

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Laxeldi er vissulega framtíðargrein og hefur sérstaklega mikið vægi fyrir atvinnulífið á Austfjörðum og Vestfjörðum, en ég hef talað mikið fyrir því að tryggja verði að atvinnugreinin sé sjálfbær og að hún starfi í sátt við bæði samfélag og náttúru,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. „Ég hef talað fyrir því að náttúran njóti vafans en eins og staðan er í dag er það ekki gert nægilega vel.“

Bjarkey, sem flytur upphafsávarp Lagarlífs-ráðstefnunnar, segir ljóst að koma þurfi á skýrum viðmiðum og setja strangar reglur um laxeldi til að forðast árekstra við aðra hagsmuni en um leið tryggja vandaða og ábyrga uppbyggingu greinarinnar. „Eldi í sjókvíum getur verið áhættusamt og ljóst að leita þarf leiða til að tryggja vernd villtra laxastofna. Það má kannski

...