Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta verður útkljáð í síðasta leik tímabilsins á Hlíðarenda í dag þegar Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 16.15. Aðeins eitt stig skilur liðin að því Breiðablik er með 60 stig en Valskonur, sem eru…
Einvígi Barbára Sól Gísladóttir og Jasmín Erla Ingadóttir hafa báðar skorað í viðureignum Breiðabliks og Vals á þessu keppnistímabili.
Einvígi Barbára Sól Gísladóttir og Jasmín Erla Ingadóttir hafa báðar skorað í viðureignum Breiðabliks og Vals á þessu keppnistímabili. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta verður útkljáð í síðasta leik tímabilsins á Hlíðarenda í dag þegar Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 16.15.

Aðeins eitt stig skilur liðin að því Breiðablik er með 60 stig en Valskonur, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa haldið bikarnum á Hlíðarenda undanfarin þrjú ár, eru með 59 stig í öðru sætinu.

Breiðabliki nægir því jafntefli til að verða Íslandsmeistari í 19. skipti en Valskonur þurfa sigur til að vinna titilinn í fimmtánda sinn. Þá yrðu þær tvöfaldir meistarar í annað sinn á þremur árum því þær urðu bikarmeistarar í sumar með því að sigra Blikana 2:1 í úrslitaleik á Laugardalsvellinum.

...