1970 „Í gærkvöldi hringdi t.d. til mín maður og sagði að þessi listahátíð hefði óefað stækkað Ísland.“ Ivar Eskeland
Rokk Led Zeppelin í Laugardalshöll 22. júní 1970: Robert Plant, John Paul Jones, Jimmy Page og John Bonham.
Rokk Led Zeppelin í Laugardalshöll 22. júní 1970: Robert Plant, John Paul Jones, Jimmy Page og John Bonham. — Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Það var mikið um dýrðir sumarið 1970 þegar fyrsta Listahátíðin í Reykjavík var haldin. Frumkvæði að hátíðinni átti píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Vladimír Ashkenazy, sem síðar varð íslenskur ríkisborgari, en árið áður sagðist hann í viðtali við Morgunblaðið vera að skipuleggja alþjóðlega tónlistarhátíð hér á landi. Hann nefndi þá að hljómsveitarstjórinn Daniel Barenboim, vinur hans, myndi koma hingað og einnig hefði hann rætt við sópransöngkonuna Victoriu de los Angeles, fiðluleikarann Itzhaak Perlman og Jaqueline du Pré, sellóleikara og eiginkonu Barenboims, um að halda tónleika.

Tónlistarhátíðin þróaðist síðan í Listahátíð í Reykjavík. Í janúar 1970 sagði Morgunblaðið að búið væri að koma á fót sérstakri stofnun

...