Kjartan Lárus Pálsson fæddist 6. október 1939 í Keflavík. Foreldrar hans voru Páll Ebeneser Sigurðsson, f. 1916, d. 1946, og Ingibjörg Bergmann Eyvindsson, f. 1921, d. 1999.

Fjórtán ára fékk Kjartan vinnu á togara og sextán ára réð hann sig á norskt farskip sem sigldi víða um heim. Tvítugur hætti hann til sjós, varð síðan blaðamaður í um 25 ár og skrifaði íþróttafréttir og almennar fréttir fyrir Vísi, Tímann og DV.

Kjartan var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Hann var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Hann átti um tíma flestar „holur í höggi“ á Íslandi, alls sex skipti, og var því sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem hann gegndi í 34 ár eða þar til met hans var slegið.

Eiginkona Kjartans er Jónína S. Kristófersdóttir, f. 1942, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru tvö.

...