Misræmið á milli vaxandi samfélags og minnkandi löggæslu er alvarleg ógn.
Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson

Einar Freyr Elínarson

Íbúar þurfa að geta treyst því að nauðsynlegt viðbragð sé til staðar, hvort sem um ræðir heilsugæslu, slökkvilið eða lögreglu. Þrátt fyrir þessa mikilvægu þætti hefur löggæsla í mörgum sveitarfélögum dregist saman, jafnvel þó að á sama tíma hafi samfélögin sjálf upplifað fordæmalausa uppbyggingu. Misræmið á milli vaxandi samfélags og minnkandi löggæslu er orðið alvarleg ógn við öryggistilfinningu íbúa og gesta Mýrdalshrepps.

Aldrei meiri umsvif í Vík

Á síðustu árum hefur Vík í Mýrdal vaxið hratt, bæði í ferðaþjónustu og uppbyggingu á innviðum. Ferðamenn dvelja nú lengur og njóta aukins framboðs á afþreyingu, gistingu og þjónustu. Tölur tala sínu máli – fjöldi ferðamanna hefur margfaldast og ferðaþjónustan orðin stærsta atvinnugrein svæðisins.

...