— Morgunblaðið/Ómar

Innheimtufyrirtækið Motus hefur talið sig knúið til að útskýra tölur sínar í kringum vanskil. Mikil umræða hefur skapast þar sem aðilar hafa ekki verið sammála um hvort vanskil séu að aukast eða ekki. Seðlabankinn var harður á að segja að svo væri ekki. Dró síðan í land og sagðist vera að skoða öll gögn. Staðreyndin er sú að bankinn hefur ekki verið að skoða þessa tegund lána, í öllu falli að því marki sem eðlilegt er. Þetta eru neyslulán sem eru komin í vanskil. Bankinn hefur einbeitt sér frekar að vanskilum í bankakerfinu. Þau vanskil snúa einkum að fasteignalánum eða eins og segir í greiningu Motus: „Vanskil á fasteignalánum eru ekki merkt sem vanskil í kerfinu fyrr en eftir a.m.k. 90 daga. Þetta tvennt; eðli útlánanna og lengd vanskilanna, þýðir að vanskil í bankakerfinu mæla illa almennan greiðsluvanda.