Sumarið er liðið og myrkrið nær sífellt lengra inn í daginn næstu þrjá mánuði. Skoðanir fólks á hvernig sumarið hafi verið eru misjafnar og tala jafnvel sumir um að það hafi varla látið sjá sig. Til að fá staðreyndir hafði undirritaður samband við Trausta Jónsson
Stykkishólmur Björn Ásgeir Sumarliðason er öflugur formaður Skógræktarfélags Stykkishólms.
Stykkishólmur Björn Ásgeir Sumarliðason er öflugur formaður Skógræktarfélags Stykkishólms. — Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason

Úr bæjarlífinu

Gunnlaugur A. Árnason

Stykkishólmi

Sumarið er liðið og myrkrið nær sífellt lengra inn í daginn næstu þrjá mánuði. Skoðanir fólks á hvernig sumarið hafi verið eru misjafnar og tala jafnvel sumir um að það hafi varla látið sjá sig. Til að fá staðreyndir hafði undirritaður samband við Trausta Jónsson. Hann hafði um þetta að segja:

„Sumarið (júní til september) var frekar dauft skulum við segja. Meðalhiti í Stykkishólmi var 8,6 stig – það er 1 stigi kaldara en að meðaltali síðustu tíu ár, og 0,9 stigum kaldara en að meðaltali 1991 til 2020. Hæsti hiti sumarsins mældist 30. júní, 17,8 stig. Það var meira skýjað en að meðaltali, en þó var skýjahula meiri bæði sumrin 2021 og 2018. Úrkoma mældist 248 mm, 27 prósent umfram meðallag. Dagar með teljandi

...