Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi: Henni kasta hraustir menn, höfð í vélalegum enn, úr sápu gripinn gera má, gjarnan kemur frúrnar á. Guðrún Bjarnadóttir er fljót til svars: Kúlu varpa konur hraustar, þó kúlulegan stundum mæðist

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:

Henni kasta hraustir menn,

höfð í vélalegum enn,

úr sápu gripinn gera má,

gjarnan kemur frúrnar á.

Guðrún Bjarnadóttir er fljót til svars:

Kúlu varpa konur hraustar,

þó kúlulegan stundum mæðist.

Sápukúlan aðeins austar,

en utar kúlubúinn fæðist.

Úlfar Guðmundsson kveikir einnig á lausnarorðinu „kúla“ og kastar fram:

Mása og kúlu henda hátt.

Hvininn

...