Ólafur Ingi Skúlason hefur gert eina breytingu á hópi U21 árs landsliðs karla í fótbolta sem mætir Litáen og Danmörku í undankeppni EM. Kristian Nökkvi Hlynsson er meiddur. Í hans stað hefur Óskar Borgþórsson verið kallaður inn í hópinn

Ólafur Ingi Skúlason hefur gert eina breytingu á hópi U21 árs landsliðs karla í fótbolta sem mætir Litáen og Danmörku í undankeppni EM. Kristian Nökkvi Hlynsson er meiddur. Í hans stað hefur Óskar Borgþórsson verið kallaður inn í hópinn.

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við japanska markvörðinn Aki Ueshima um að leika með kvennaliði félagsins á tímabilinu. Ueshima er 23 ára gömul landsliðskona Japans sem lék til að mynda með landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna.

Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningum við Júlíus Mar Júlíusson og Halldór Snæ Georgsson. Þeir koma báðir til félagsins frá Fjölni. Júlíus er 19 ára miðvörður og Halldór tvítugur markvörður.