Jón Gnarr segir mikilvægt að rétt sé staðið að móttöku flóttafólks til landsins. Engum sé greiði gerður með því að taka á móti svo stórum hópum fólks að ekki verði ráðið við ástandið. Þetta segir hann í nýjasta þætti Spursmála þar sem hann er…
Spurt og svarað Jón Gnarr ætlar sér forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi kosningum.
Spurt og svarað Jón Gnarr ætlar sér forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi kosningum. — Morgunblaðið/Hallur Már

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Jón Gnarr segir mikilvægt að rétt sé staðið að móttöku flóttafólks til landsins. Engum sé greiði gerður með því að taka á móti svo stórum hópum fólks að ekki verði ráðið við ástandið.

Þetta segir hann í nýjasta þætti Spursmála þar sem hann er spurður út í málaflokkinn sem valdið hefur miklu fjaðrafoki síðustu misserin.

Hvað er metnaður í móttöku?

„Metnaður í móttöku flóttamanna snýst um það fyrir mér að í móttöku flóttafólks verðum við að hafa trausta innviði, og þá er ég að tala um regluverk og húsnæði og mannskap til að taka á móti fólki. Við getum ekki tekið á móti fleira fólki en við höfum innviði til að ráða við.“

Við höfum ekkert húsnæði, ertu þá að segja að við getum ekki tekið á móti fleira fólki?

„Ég veit ekki alveg hver staðan í málaflokknum er en

...