Það ætlar enginn þeirra að standa sjálfur straum af kostnaðinum við loforðin. Það munu háttvirtir kjósendur gera og ekki síst þeir sem klappa mest fyrir lipurlegustu kosningaloforðunum, sem munu áður en varir fá þann reikning sendan heim til sín.
Hraundrangar í Öxnadal.
Hraundrangar í Öxnadal. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það hitnar nú verulega undir víða um hana veröld. Og það auðveldar ekki leikinn að Bandaríkin eru í kosningaslag núna, sem getur farið út eða suður, því að fullyrt er að þar sé víða mjótt á munum og þá ekki síst þar sem allmörg og tiltölulega fámenn ríki geti ráðið úrslitum um heildarniðurstöðuna þótt í flestum annarra kjördæma sé fjölmennara. Þessu fína fyrirkomulagi komu bandarísku „feðurnir“ á, og þykir hafa reynst fjarska vel og verður ekki haggað. Ráða níu dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna um það verkefni og hafa sjálfir á orði að það sé í raun aðal- og jafnframt eina verkefni þeirra. Fara launin sjálfsagt eftir því.

Höfuðlaus her

Slagurinn um Úkraínu var lengi talinn eitt helsta áhyggjuefni leiðtoga sem töldu sig eiga meira undir sér en aðrir og þá ekki síst þeir sem fara með mál í okkar heimshluta. En nú vill svo til

...