Vextir Ekki hægt að ná mjúkri lendingu án aukinna vanskila og uppsagna.
Vextir Ekki hægt að ná mjúkri lendingu án aukinna vanskila og uppsagna. — Morgunblaðið/Golli

Seigla heimila og fyrirtækja í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi hefur verið eftirtektarverð undanfarin misseri. Vanskil hafa verið í lágmarki og atvinnustig hátt.

Nú blasir hins vegar við önnur staða. Hátt raunvaxtastig er farið að hafa slæm áhrif á mörg heimili og fyrirtæki. Það er þungt hljóðið í þeim fyrirtækjaeigendum sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við og sömu sögu er að segja hjá almenningi.

Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans sagði í viðtali sem birtist í ViðskiptaMogganum síðastliðinn miðvikudag að líklegt væri að vanskil myndu aukast í þessu ástandi. Bankinn viðurkennir loks stöðuna í stað þess að benda ítrekað á að allir ráði við sitt og vanskil séu lítil.

Seðlabankastjóri tók undir þetta í viðtali sem birtist á fimmtudag í Morgunblaðinu og sagði að ekki væri hægt að ná mjúkri lendingu án þess að

...