Eitt af áhugaverðari erindunum á Lagarlífi í ár fjallar um notkun gagnlegra baktería – svokallaðra góðgerla – til að bæta heilsu eldisfisks. Anne Bakke Fylling, vörustjóri hjá Previwo, flytur erindið en það er markaðsstjórinn Carolina…
Fiskur í sjókvíum þarf að þola alls konar áreiti og virðist það hjálpa honum mikið að fá góðgerlabað á seiðastigi.
Fiskur í sjókvíum þarf að þola alls konar áreiti og virðist það hjálpa honum mikið að fá góðgerlabað á seiðastigi. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Eitt af áhugaverðari erindunum á Lagarlífi í ár fjallar um notkun gagnlegra baktería – svokallaðra góðgerla – til að bæta heilsu eldisfisks.

Anne Bakke Fylling, vörustjóri hjá Previwo, flytur erindið en það er markaðsstjórinn Carolina Faune sem situr fyrir svörum þegar blaðamaður Morgunblaðsins hefur samband:

„Previwo er líftæknifyrirtæki sem hefur þróað einstaka blöndu góðgerla (e. probiotics) fyrir laxeldi. Þessi vara, sem fengið hefur nafnið Stembiont Vital, er núna fáanleg í Noregi, á Íslandi og í Færeyjum en hún inniheldur lifandi bakteríur af tegundinni Allivibrio. Fiskinum gefum við þessar bakteríur með baði, á sama tíma og hann er bólusettur í seiðaeldisstöðinni, en mælingar sýna að meðferðin verndar fiskinn gegn ýmsum alvarlegum heilsukvillum, s.s. lús og sáramyndun og dregur úr fiskdauða,“ segir

...