Áætlun Landspítalans vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári gerir ráð fyrir því að heildarkostnaður spítalans vegna þessara lyfja verði 18.803 milljónir króna á árinu 2025. Fjárveiting ársins samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hljóðar hins vegar upp á 16.725 milljónir kr
Lyf Notkun og útgjöld aukast mest vegna lyfja við illkynja sjúkdómum.
Lyf Notkun og útgjöld aukast mest vegna lyfja við illkynja sjúkdómum. — Morgunblaðið/Sverrir

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Áætlun Landspítalans vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári gerir ráð fyrir því að heildarkostnaður spítalans vegna þessara lyfja verði 18.803 milljónir króna á árinu 2025. Fjárveiting ársins samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hljóðar hins vegar upp á 16.725 milljónir kr.

„Ef halda skal áfram að greiða fyrir lyf sem þegar hafa verð innleidd og innleiða ný lyf á árinu 2025 til samræmis við önnur Norðurlönd þá stefnir að óbreyttu í 2.078 [milljóna króna] fjárvöntun á árinu 2025,“ segir í umsögn Landspítalans við fjárlagafrumvarp ársins 2025.

Bent er á að notkun og útgjöld vegna leyfisskyldra lyfja og nýrra lyfja fari vaxandi. Stafar það fyrst og fremst af kostnaði vegna lyfja við illkynja sjúkdómum. Nýjum krabbameinslyfjum

...