Kim Jong-un
Kim Jong-un

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hótar nú að grípa til kjarnavopna gegn nágrönnum sínum í suðri. Stjórnvöld þar segja slíka árás munu leiða til endaloka stjórnar hans. Ástæða þessarar hótunar leiðtogans er sívaxandi spenna á Kóreuskaganum.

Stjórnmálaskýrendur vestanhafs segja Norður-Kóreu hafa styrkt enn frekar samband sitt við Rússland og að hótun leiðtogans í norðri „tali máli“ Moskvuvaldsins, en það hefur ítrekað hótað Vesturlöndum árásum vegna stuðnings þeirra við Úkraínu.

Í september sl. birtust myndir af Jong-un þar sem hann var að kynna sér kjarnorkuvopnabúr landsins. Var það ríkismiðillinn KCNA sem birti myndirnar og var þeim eflast ætlað að valda titringi í Suður-Kóreu.