Sú ákvörðun borgaryfirvalda að setja safnstæði fyrir rútur og stæði fyrir leigubíla í Stórholti lagðist ekki vel í íbúa í Stakkholti 4a. Þeir kærðu þann ráðahag til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og kröfðust þess að ákvörðun borgarinnar yrði ógilt

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Sú ákvörðun borgaryfirvalda að setja safnstæði fyrir rútur og stæði fyrir leigubíla í Stórholti lagðist ekki vel í íbúa í Stakkholti 4a. Þeir kærðu þann ráðahag til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og kröfðust þess að ákvörðun borgarinnar yrði ógilt.

Um tvær kærur var að ræða frá íbúum í Stakkholti 4a en húsið stendur að hluta til við Stórholt. Kærumálinu var vísað frá á fundi úrskurðarnefndarinnar í vikunni.

Í úrskurði nefndarinnar eru málsatvik rakin. Þar kemur fram að í skilmálum deiliskipulags á svæðinu, „Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag“, komi fram nýjar mögulegar staðsetningar fyrir safnstæði hópferðabíla og leigubíla. Ein þeirra er við Stórholt.

...