Hljómsveitin hafði lítinn áhuga á að festast í sama fari, plöturnar urðu tilraunakenndari og Fuzz er besta dæmið um þá ævintýragirni.
Þétt Jet Black Joe á vísan stað í rokkhjörtum Íslendinga. Gunnar Bjarni og Páll Rósinkranz á tónleikum 2001.
Þétt Jet Black Joe á vísan stað í rokkhjörtum Íslendinga. Gunnar Bjarni og Páll Rósinkranz á tónleikum 2001. — Morgunblaðið/Golli

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það er ekki sama hver ákveður að hlaða í endurkomutónleika. Ég er með Oasis ferska í huga mér vegna þessa og nú er ég að drepa niður penna vegna Jet Black Joe en hratt og vel seldist á tónleika sveitarinnar nú um helgina í Háskólabíói, en tónleikarnir urðu alls þrennir. Sveitin hefur komið saman aftur reglubundið eftir að hún lét fyrst af störfum og alltaf er hún aufúsugestur hjá landslýð. Þessu tengt eru líka tvær glæstar vínylplötur út komnar; svanasöngurinn Fuzz sem út kom 1994 og safnplatan Greatest Hits, á tvöföldum vínyl, en upprunalega kom hún út árið 2002. Þá eru allar hljóðversplötur Jet Black Joe frá 10. áratugnum orðnar fáanlegar á vínyl.

Jet Black Joe spratt fullsköpuð úr höfði

...