Það sem hefur gerst á undanförnum tólf eða þrettán árum er að fiskeldi hefur farið úr því að vera tilraunamennska og jaðaratvinnugrein yfir í að verða stærsti vaxtarbroddur útflutnings á Íslandi í dag,“ segir Jens Þórðarson, forstjóri Geosalmo og stjórnarformaður Lagarlífs
— Morgunblaðið/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það sem hefur gerst á undanförnum tólf eða þrettán árum er að fiskeldi hefur farið úr því að vera tilraunamennska og jaðaratvinnugrein yfir í að verða stærsti vaxtarbroddur útflutnings á Íslandi í dag,“ segir Jens Þórðarson, forstjóri Geosalmo og stjórnarformaður Lagarlífs.

Ljóst er að greinin stendur á tímamótum og gangi allar áætlanir upp er ævintýralegur vöxtur fram undan og þá einkum á sviði laxeldis. „Um er að ræða umhverfisvæna framleiðslu á heilnæmum matvælum fyrir heimsmarkað en jafnt og þétt hefur tekist að byggja upp þekkingu og reynslu hér á landi svo að kalla mætti Ísland land tækifæranna í fiskeldi á meðan vaxtartækifæri fiskeldis víða annars staðar eru takmörkuð.“

Nú þegar er íslenskt fiskeldi mjög öflugt og

...