Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Staða sveitarfélaganna í Suðvesturkjördæmi var í brennidepli í kjördæmavikunni. Í Kraganum fóru þingmenn kjördæmisins saman á fundi með bæjarfulltrúum í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Suðvestrið er langfjölmennasta kjördæmi landsins, en þar búa 111 þúsund manns og í því eru líka stærstu bæirnir utan höfuðborgarinnar: Kópavogur og Hafnarfjörður. Garðabær náði nýlega Akureyri að íbúafjölda með 20 þúsund íbúa.

Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir í huga þegar rætt er um hagsmuni þessara sveitarfélaga og íbúanna sem byggja þau. Í málflutningi sveitarstjórnarfólks mátti greina gildan sameiginlegan þátt, óháð stjórnmálaskoðunum. Sveitarstjórnarfólk er upp til hópa búið að fá nóg af því að taka við illa fjármögnuðum verkefnum frá ríkinu. Það er líka búið að fá sig fullsatt af samskiptum við ríkið sem öðru fremur einkennast af ákveðnu virðingarleysi í þeirra

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir