Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009 en félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rekstur Arnarlax byrjaði að taka á sig mynd árið 2009 en félagið var formlega stofnað á Bíldudal árið 2010 og árið 2013 hófst seiðaframleiðsla í gamalli bleikjustöð á Tálknafirði sem fyrirtækið lét endurnýja. Fyrsti fiskurinn var settur í sjókvíar árið 2014 og Arnarlax gaf út sinn fyrsta sölureikning árið 2016, eða fyrir átta árum.

„Í dag eru starfsmennirnir orðnir um 170 talsins og þar af eru um 70% sem lifa og starfa á Vestfjörðum,“ segir Bjørn Hembre forstjóri félagsins en starfsemin skiptist á milli Tálknafjarðar, Bíldudals, Patreksfjarðar, Þorlákshafnar, Hallkelshóla og Kópavogs. Fyrirtækið framleiddi um 18.000 tonn af laxi árið 2023 og er útlit fyrir að félagið framleiði um 13.000 tonn á þessu ári en stefnt er að því að ná 25.000

...