Nýleg eldflaugaárás klerkastjórnarinnar í Íran á skotmörk innan landamæra Ísraels var „fremur mislukkuð“ þrátt fyrir mikinn fjölda eldflauga. Ekki má þó vanmeta getu Írans til árása, þar eð herinn á að líkindum hundruð ef ekki þúsundir…
Krísa Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, heilsar eftir að hann flutti ávarp til þjóðar sinnar. Óvíst er hvað Ísrael gerir næst.
Krísa Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, heilsar eftir að hann flutti ávarp til þjóðar sinnar. Óvíst er hvað Ísrael gerir næst. — AFP

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Nýleg eldflaugaárás klerkastjórnarinnar í Íran á skotmörk innan landamæra Ísraels var „fremur mislukkuð“ þrátt fyrir mikinn fjölda eldflauga. Ekki má þó vanmeta getu Írans til árása, þar eð herinn á að líkindum hundruð ef ekki þúsundir eldflauga sem hægt er að skjóta á loft með skömmum fyrirvara. Þetta segir Shaan Shaikh, hernaðarsérfræðingur hjá CSIS-hugveitunni í Washington, við Deutsche Welle.

„Eldflaugar Írans eru að stórum hluta mjög háþróaðar og gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að fælingarmætti. Við þróun þeirra fyrir einhverjum árum fengu Íranar að hluta til tækniupplýsingar frá Norður-Kóreu en í seinni tíð hafa þeir þróað eldflaugar sínar sjálfir og uppfært eldri tegundir. Þær eldflaugar sem skotið var gegn Ísrael eru til að mynda uppfærðar úr

...