Þjóðarbókhlaðan Rannsóknir á sögu Íslands á 18. og 19. öld verða kynntar.
Þjóðarbókhlaðan Rannsóknir á sögu Íslands á 18. og 19. öld verða kynntar. — Morgunblaðið/Ómar

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardaginn 5. október, undir yfirskriftinni: Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16.15.

Fyrirlesarar eru allt ungir sagnfræðingar, sem kynna rannsóknir sínar í sagnfræði. Sum þeirra eru að halda fyrirlestur í fyrsta skiptið og því tökum við fagnandi, segir í tilkynningu. Erindi flytja Arnheiður Steinþórsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir, Kolbeinn Sturla G. Heiðuson og Þórey Einarsdóttir. Fundarstjóri er Þór Martinsson. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni.