Sundurliðun á áunnu og útteknu orlofi Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra leiðir í ljós að undanfarinn áratug tók hann aðeins tvisvar allt það orlof, sem honum bar. Sem borgarstjóri ávann hann sér 30 orlofsdaga á ári eða sex vinnuvikur, en að…
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Sundurliðun á áunnu og útteknu orlofi Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra leiðir í ljós að undanfarinn áratug tók hann aðeins tvisvar allt það orlof, sem honum bar.

Sem borgarstjóri ávann hann sér 30 orlofsdaga á ári eða sex vinnuvikur, en að jafnaði tók Dagur aðeins um 2/3 orlofs síns og eitt árið aðeins átta daga.

Sjá má af töflunni að ofan, sem byggist á svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn blaðsins, að Dagur gekk aðeins einu sinni á uppsafnað orlof. Það var orlofsárið 2022-23, þegar hann tók út sex orlofsdaga til viðbótar áunnum dögum.

Þessir áunnu en óútteknu orlofsdagar Dags hafa ekki fyrnst, heldur rúllað frá ári til árs, allt frá 2015 til þessa árs,

...