Hávörn Skyttan Björgvin Páll Rúnarsson úr Fjölni skýtur yfir hávörn Stjörnumanna í Grafarvoginum í gærkvöldi, þar sem Fjölnismenn unnu.
Hávörn Skyttan Björgvin Páll Rúnarsson úr Fjölni skýtur yfir hávörn Stjörnumanna í Grafarvoginum í gærkvöldi, þar sem Fjölnismenn unnu. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Nýliðar Fjölnis unnu sterkan 29:28-endurkomusigur á Stjörnunni á heimavelli í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Fjölnir er með fjögur stig í áttunda sæti. Stjarnan er með jafnmörg stig í níunda sæti.

Stjörnumenn komust sex mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, 20:14. Munurinn var fjögur mörk þegar tíu mínútur voru eftir, 26:22. Þá tóku Fjölnismenn við sér og sigldu sætum sigri í höfn.

Haraldur Björn Hjörleifsson skoraði sigurmark Fjölnis tæpri mínútu fyrir leikslok. Hann var markahæstur hjá Fjölni með átta mörk. Viktor Berg Grétarsson gerði sex. Tandri Már Konráðsson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna.