Á meðal erlendra sýnenda á Lagarlífi í ár er ReelData AI frá Halifax í Kanada. Um er að ræða ungt félag sem tekist hefur að þróa fullkomnar myndgreiningarlausnir fyrir landeldi og er núna í fararbroddi á sínu sviði
Ofan í landeldiskvíum þarf að leysa ýmsar áskoranir þegar myndgreining er notuð til að meta stærð og ástand fiska. Kanadíska fyrirtækið ReelData AI hefur sérhæft sig í þörfum landeldisgeirans.
Ofan í landeldiskvíum þarf að leysa ýmsar áskoranir þegar myndgreining er notuð til að meta stærð og ástand fiska. Kanadíska fyrirtækið ReelData AI hefur sérhæft sig í þörfum landeldisgeirans. — Ljósmynd/ReelData AI

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Á meðal erlendra sýnenda á Lagarlífi í ár er ReelData AI frá Halifax í Kanada. Um er að ræða ungt félag sem tekist hefur að þróa fullkomnar myndgreiningarlausnir fyrir landeldi og er núna í fararbroddi á sínu sviði.

Gareth Butterfield er markaðsstjóri ReelData og segir hann reksturinn hafa byrjað að taka á sig mynd árið 2019: „Stofnendurnir eru með bakgrunn í véla- og efnaverkfræði og langaði að leita leiða til að stofna fyrirtæki sem myndi með einhverjum hætti byggjast á gervigreind. Þar sem þeir voru búsettir í Halifax lá beinast við að taka hús á sjávarútveginum og skoða hvar gervigreindartækni gæti komið að gagni. Það var síðan í gegnum það starf sem stofnendurnir komu auga á tækifæri í fiskeldi og fljótlega urðu þeir mjög áhugasamir um að leggja sitt af mörkum til greinarinnar enda

...