Gnarr Borgarstjórinn hyggst nú leggja að nýju út á hið pólitíska djúp.
Gnarr Borgarstjórinn hyggst nú leggja að nýju út á hið pólitíska djúp.

Jón Gnarr, sem stefnir á fyrsta sætið hjá Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í næstu þingkosningum, segir að ekki sé ráð að taka við fleiri flóttamönnum meðan innviðir landsins, ekki síst húsnæði, anna ekki þörf fólks sem hingað leitar. Telur hann að of geyst hafi verið farið og að ekki sé nóg að hafa góðan vilja að vopni. Orð og efndir verði að fara saman.

Jón Gnarr er nýjasti gestur Spursmála og fer þar yfir hið pólitíska svið, vítt og breitt. Ræðir stöðu sjávarútvegsins, húsnæðismál, orkuöflun, laxeldi og þær hugmyndir sem hann aðhyllist um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru sem gjaldmiðils.

Í viðtalinu segist hann gera ráð fyrir að sigra samherja sína nokkuð auðveldlega þegar kemur að baráttunni um oddvitasætið í Reykjavík. » 4