Færeyskar sjókvíar njóta oft ekki mikils skjóls og þurfa þess vegna að vera sterkbyggðar og þola mikla ölduhæð.
Færeyskar sjókvíar njóta oft ekki mikils skjóls og þurfa þess vegna að vera sterkbyggðar og þola mikla ölduhæð.

Jonn Sólheim Thomsen telur að íslensk fiskeldisfyrirtæki ættu að leita fyrirmynda í færeysku fiskeldi frekar en norsku, enda aðstæður á Íslandi mun líkari þeim sem Færeyingar hafa þurft að læra á og aðlagast.

Jonn er söluráðgjafi hjá færeyska félaginu KJ, sem myndar hluta af þríeyki öflugra fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í búnaði fyrir sjókvíaeldi. Félögin taka í sameiningu þátt í Lagarlífi en öll eru þau staðsett í og við þorpið Fuglafjörð á Austurey og eru í hópi stærstu vinnustaða á svæðinu.

Hjá KJ starfa um 150 manns, sem er nokkuð mikið miðað við mannfjöldann á eyjunni. GroAqua er u.þ.b. 100 manna vinnustaður þegar allt er talið, en félagið hefur nýlega fest kaup á fyrirtækjum í Noregi og Skotlandi til að styrkja stöðu sína á alþjóðamarkaði. Loks er Vónin, þar sem starfa um 100 manns í Færeyjum en samanlagt um 400 ef við teljum með útibú félagsins

...