Einkasýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Rót, verður opnuð í Gallerí Kverk í dag, laugardaginn 5. október, kl. 15. Sýningin stendur til 2. nóvember og er opið eftir samkomulagi á virkum dögum og kl
Heild Verk Jónu Hlífar á sýningunni mynda nokkurs konar innsetningu.
Heild Verk Jónu Hlífar á sýningunni mynda nokkurs konar innsetningu.

Einkasýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Rót, verður opnuð í Gallerí Kverk í dag, laugardaginn 5. október, kl. 15. Sýningin stendur til 2. nóvember og er opið eftir samkomulagi á virkum dögum og kl. 12-15 á laugardögum.

Á sýningunni eru, skv. tilkynningu, ný verk þar sem unnið er með merkingu, ljós, óræðni, skynjun og skilning. „Líkt og í fyrri sýningum Jónu Hlífar mynda verkin heild, nokkurs konar innsetningu inn í rýmið. Að þessu sinni er unnið áfram með eldri verk að hluta eða tengingar milli þeirra,“ segir þar jafnframt.

„Sýningin Rót varð til sem nokkurs konar framhaldssýning út frá verkum sem ég sýndi í Mjólkurbúðinni á Akureyri síðastliðið sumar. Þar var ég að vinna með andstæður, liti og gler. Sýningin var frekar tvíhyggjuleg, þótt líka væri unnið út frá hugmyndinni um að andstæður væru í raun ekki til.

...