Starfsemi Arctic Fish hefur svo sannarlega sett svip sinn á atvinnulífið á Vestfjörðum. „Það var árið 2011 að Sigurður Pétursson átti frumkvæðið að því að stofna félagið, með það fyrir augum að nýta tækifæri til fiskeldis fyrir vestan

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Starfsemi Arctic Fish hefur svo sannarlega sett svip sinn á atvinnulífið á Vestfjörðum. „Það var árið 2011 að Sigurður Pétursson átti frumkvæðið að því að stofna félagið, með það fyrir augum að nýta tækifæri til fiskeldis fyrir vestan. Hann fékk síðan til liðs við sig Jerzy Malek frá Póllandi sem m.a. lagði félaginu til fjármunina til að stíga fyrstu skrefin, og saman reistu þeir seiðaeldisstöð í Tálknafirði árið 2014. Norskir meðeigendur komu inn í félagið með hlutafjáraukningu árið 2016 og hófst þá tímabil mikillar uppbyggingar og vaxtar til að koma rekstrinum í þá mynd sem hann hefur á sér í dag,“ segir Stein Ove Tveiten forstjóri félagsins.

Reksturinn er nokkuð umsvifamikill en auk seiðaeldisstöðvarinnar er félagið með laxavinnslu í Bolungarvík, skrifstofu á Ísafirði og kvíar

...