Svarti svanurinn er dönsk heimildarþáttaröð sem RÚV hefur boðið upp á að undanförnu og var birt fyrr á þessu ári í Danmörku. Blaða­maðurinn Mads Brügger ásamt nokkrum fréttamönnum á TV 2, sem framleiddi þáttaröðina, fékk viðskiptalögfræðinginn Amiru …
Svik Fasar Abrar Raja kemur mikið við sögu.
Svik Fasar Abrar Raja kemur mikið við sögu. — Ljósmynd/TV2

Víðir Sigurðsson

Svarti svanurinn er dönsk heimildarþáttaröð sem RÚV hefur boðið upp á að undanförnu og var birt fyrr á þessu ári í Danmörku. Blaða­maðurinn Mads Brügger ásamt nokkrum fréttamönnum á TV 2, sem framleiddi þáttaröðina, fékk viðskiptalögfræðinginn Amiru Smajic til að villa á sér heimildir með falda myndavél á skrifstofu sinni.

Amira hafði um árabil aðstoðað samtök á borð við Bandidos og Hells Angels við peningaþvætti og annað miður heiðarlegt athæfi en hún kvaðst tilbúin til að snúa við blaðinu og setja sjálfa sig í hættu við að afhjúpa þá sem hún vann áður fyrir og treystu henni.

Megnið af tímanum fer í samskipti Amiru við viðskiptavinina en inn á milli ræðir Mads við hana um stöðu mála og hennar afstöðu.

Þarna koma nokkrar skrautlegar persónur við sögu, þá sérstaklega Fasar Abrar Raja, helsti viðskiptavinur Amiru, sem er orðinn landsþekktur í Danmörku eftir

...