Undanfarin misseri hafa verið tíðindarík hjá Kaldvík en félagið fékk þrusufínt nýtt nafn og var að auki skráð í kauphöllina í Reykjavík. Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Kaldvíkur segir nafnbreytinguna hafa átt sér langan aðdraganda
„Gríðarmiklar fjárfestingar hafa þegar átt sér stað og fjöldi nýrra starfa orðið til, og ótal tækifæri fyrir vel menntað fólk,“ segir Jens Garðar um jákvæð samfélagsleg áhrif greinarinnar.
„Gríðarmiklar fjárfestingar hafa þegar átt sér stað og fjöldi nýrra starfa orðið til, og ótal tækifæri fyrir vel menntað fólk,“ segir Jens Garðar um jákvæð samfélagsleg áhrif greinarinnar. — Ljósmynd/Kaldvík

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Undanfarin misseri hafa verið tíðindarík hjá Kaldvík en félagið fékk þrusufínt nýtt nafn og var að auki skráð í kauphöllina í Reykjavík.

Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Kaldvíkur segir nafnbreytinguna hafa átt sér langan aðdraganda. Eins og lesendur muna nær saga félagsins til ársins 2012 þegar Fiskeldi Austfjarða setti út fisk í Berufjörð í fyrsta skiptið og nokkru síðar að starfsemi hófst hjá Löxum fiskeldi sem byrjaði eldi í Reyðarfirði 2017. „Árið 2022 voru félögin sameinuð en þá hafði Fiskeldi Austfjarða þegar verið skráð á norska markaðinn undir nafninu Ice Fish Farm og störfuðu félögin um sinn áfram undir því nafni,“ útskýrir Jens Garðar. „Það var samt ákveðið að finna nýtt nafn fyrir hið sameinaða félag og réðumst við í umfangsmikla vinnu með starfsfólki okkar

...