— Morgunblaðið/Eggert

Þegar litið er yfir söguna er það nánast með ólíkindum hve mikill árangur hefur náðst með kynbótum á eldislaxi, en Jónas Jónasson segir að á þremur áratugum hafi tekist að tvöfalda vaxtarhraða laxins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á framleiðslukostnað eldisstöðva.

Jónas er framleiðslustjóri á laxi fyrir Benchmark Genetics á heimsvísu en hann hefur starfað hjá félaginu allt frá árinu 1996 þegar fyrirtækið hét Stofnfiskur. „Saga Stofnfisks nær aftur til ársins 1991 og var þar unnin mikil brautryðjendastarfsemi í hrognaframleiðslu og kynbótum á eldislaxi. Hugmyndin var m.a. sú að nýta hagfelldar aðstæður hér á Íslandi til að framleiða hrogn allt árið,“ útskýrir Jónas og vísar þar til góðs aðgengis að bæði heitum jarðsjó og köldu vatni sem nota má til að skapa kjöraðstæður fyrir lax til að hrygna. „Fyrstu tveir áratugirnir voru krefjandi en svo fór starfsemin að ganga mjög vel og

...