Notkun nýrrar gerðar fiskeldiskvía sem byggjast á svokölluðu „djúpeldi“ (e. deep farming) hefur gefið góða raun. Benedikt Ernir Stefánsson, sölustjóri hjá Egersund og AKVA group á Íslandi, segir norsk fiskeldisfyrirtæki hafa náð miklum…
Djúpeldiskvíarnar virka vel. Laxinum er haldið um 20 metrum frá yfirborði sjávar en lúsin heldur sig í efstu 10 metrunum.
Djúpeldiskvíarnar virka vel. Laxinum er haldið um 20 metrum frá yfirborði sjávar en lúsin heldur sig í efstu 10 metrunum. — Tölvumynd/Egersund

Notkun nýrrar gerðar fiskeldiskvía sem byggjast á svokölluðu „djúpeldi“ (e. deep farming) hefur gefið góða raun. Benedikt Ernir Stefánsson, sölustjóri hjá Egersund og AKVA group á Íslandi, segir norsk fiskeldisfyrirtæki hafa náð miklum árangri með nýju kvíunum og tekist að draga stórlega úr vandamálum vegna laxalúsar.

Djúpeldiskvíarnar eru einfaldlega hannaðar þannig að net er strengt yfir kvína neðansjávar svo að fiskinum er haldið a.m.k. 20 metrum frá yfirborði sjávar en laxalúsin heldur sig alla jafna í efsta 10 metra laginu og kemst þess vegna ekki í tæri við fiskinn. „Það hefur einnig sýnt sig að þessi útfærsla verndar laxinn gegn neikvæðum veðuráhrifum enda ekki sama hreyfingin á sjónum þegar komið er niður á meira dýpi,“ útskýrir Benedikt.

Djúpeldiskvíarnar þurfa, eðli málsins samkvæmt, á sérhæfðum fóðurbúnaði að halda enda

...