Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að svipast um eftir öðru flugvallarstæði til framtíðar svarar ráðherra: „Áður fyrr var…

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að svipast um eftir öðru flugvallarstæði til framtíðar svarar ráðherra: „Áður fyrr var talað um að mikilvægt væri að hafa tvo flugvelli hér á suðvesturhorninu, vestan Hellisheiðar, og hér eru tveir flugvellir.“

Segir hann að innan fárra ára verði rafmagnsflugvélar nýttar í innanlandsflug. „Þar með verður bæði hljóðmengun og mengun af eldsneytinu horfin og flugbrautir verða hugsanlega styttri. En til lengri tíma held ég að við eigum líka að horfa á að samgöngur á vegum eru orðnar betri og öruggari, þannig að innan fárra ára verðum við komin í þá stöðu að geta horft aðeins víðar með það í huga hvar annar varaflugvöllur eigi að vera. Þá koma Suðurland og Vesturland alveg til greina.“

Útiloka

...