Akadísk þjóðlög fá nýtt líf í útsetningu píanóleikarans Carls Philippes Gionets en hann mun flytja þau í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, sunnudag, kl. 20 ásamt söngkonunni Christinu Raphaëlle Haldane
Listir Píanóleikarinn Carl Philippe Gionet við grafítteikningar sínar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Listir Píanóleikarinn Carl Philippe Gionet við grafítteikningar sínar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. — Morgunblaðið/Karítas

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Akadísk þjóðlög fá nýtt líf í útsetningu píanóleikarans Carls Philippes Gionets en hann mun flytja þau í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, sunnudag, kl. 20 ásamt söngkonunni Christinu Raphaëlle Haldane. Gionet er ekki aðeins eftirsóttur einleikari heldur er hann einnig virtur myndlistarmaður og rithöfundur en hann sýnir einnig teikningar sínar á sýningunni Laugarneshughrif í listasafninu og eru þær afrakstur listamannsdvalar hans þar.

Þjóðlög í nýjum búningi

Gionet og Haldane eru frændsystkin, bæði frá Akadíu í Kanada sem var fyrsta nýlenda Frakka í Norður-Ameríku. Gionet útsetur þjóðlögin á þann hátt að hægt sé að njóta þeirra samhliða annarri klassískri tónlist á borð við Schubert. „Ég breyti og

...